Húsleit hjá Logos

Ólafur Ólafsson, sem á þeim tíma var annar stærsti eigandi …
Ólafur Ólafsson, sem á þeim tíma var annar stærsti eigandi Kaupþings, ásamt meðlimi Al-Thani-fjölskyldunnar og öðrum vinum í Flatey 31. júlí í fyrra. Ljósmynd/Hanna Lilja

Full­trú­ar embætt­is sér­staks sak­sókn­ara fram­kvæmdu í morg­un hús­leit hjá lög­manns­stof­unni Logos í Efsta­leiti. Er hús­leit­in liður í rann­sókn embætt­is­ins á meintri markaðsmis­notk­un og hugs­an­leg­um auðgun­ar­brot­um vegna kaupa Q Ice­land Fin­ance ehf. á hluta­bréf­um í Kaupþingi síðastliðið haust. 

Í morg­un var einnig gerð leit í vef­hýs­ing­unni hjá Logos til þess að nálg­ast ýmis ra­f­ræn gögn. Þar voru hald­lagðir tölvu­póst­ar og önn­ur ra­f­ræn skjöl, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frétta­vefjar Morg­un­blaðsins. 

Q Ice­land Fin­ance ehf. er eign­ar­halds­fé­lag sj­eiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Kat­ar, sem er per­sónu­leg­ur vin­ur Ólafs Ólafs­son­ar. Ólaf­ur hafði milli­göngu um kaup­in á hlut sj­eiks­ins í Kaupþingi.

Fyr­ir rúmri viku síðan voru fram­kvæmd­ar tólf hús­leit­ir, m.a á heim­ili og í sum­ar­bú­stað Ólafs.

Nokkr­ir ein­stak­ling­ar hafa fengið stöðu grunaðra í tengsl­um við rann­sókn embætt­is sér­staks sak­sókn­ara. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK