Nýi Kaupþing seldi hlut í Exista til BBR

Nýi Kaupþing tók yfirtökutilboði Bakkabræðra í Exista, en vill nú, ásamt öðrum kröfuhöfum, taka yfir félagið. Líklega mun draga til tíðinda á fimmtudag þegar erlendir kröfuhafar koma.

Bankinn hafði leyst til sín eignarhlut þeirra í hollenska félaginu Bakkabraedur Holding B.V. í desember og eignaðist við það um 45 prósent hlut í Exista. Bræðurnir brugðust við með því að hækka hlutafé Exista um 50 milljarða, skrá félag í þeirra eigu, BBR ehf., fyrir því öllu og standa eftir með tæp 78 prósent eignarhlut í félaginu. Hlutur Nýja Kaupþings þynntist þá niður í um 10,3 prósent. Í kjölfarið þurftu bræðurnir að bjóðast til að kaupa aðra hluthafa út.

Óvissa um virði Exista

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, staðfestir að bankinn hafi tekið tilboði BBR ehf. og selt þeim allan hlut sinn í Exista. „Mat bankans er að óvíst sé um verðmæti hlutafjár í Exista. Vegna þeirrar óvissu hafi ekki verið réttlætanlegt annað en að taka tilboðinu.“

Finnur segir Nýja Kaupþing ekki hafa verið að viðurkenna réttmæti hlutafjáraukningarinnar í Exista með því að taka tilboðinu. Sú hluthafaukning leiddi til þess að hlutir í Exista, sem veðsettir voru bankanum eða í hans eigu, fóru úr því að nema um helmingi af heildarhlutafé félagsins í það að nema 10,3 prósent af því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK