Peningastefnunefnd í klemmu

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Grein­ing Íslands­banka seg­ir ljóst, að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans sé á milli tveggja elda þegar hún tek­ur ákvörðun um stýri­vexti bank­ans á morg­un.

Bæði Alþýðusam­band Íslands og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa kraf­ist þess að stýri­vext­ir Seðlabank­ans verði lækkaðir veru­lega og segja  það  for­sendu fyr­ir kjara­samn­ing­um. Seðlabank­inn sé þá í þeirri stöðu, að ef hann lækk­ar vexti lítið á morg­un kunni það að veikja stöðuna í kjara­samn­ing­un­um enn frek­ar og bank­inn vilji án efa forðast að upp­sögn kjara­samn­inga og erfiðleika á vinnu­markaði í kjöl­farið.

„Á hinum vægn­um er Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn með vænt­an­lega ákvörðun sína um frek­ari lána­fyr­ir­greiðslur til lands­ins og sína af­stöðu um að ekki séu for­send­ur til að lækka vexti frek­ar nú. Þannig er pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans á milli tveggja elda og spurn­ing­in sú hversu sjálf­stæð hún get­ur verið við þess­ar aðstæður í vaxta­ákvörðun sinni," seg­ir í Morgun­korni Íslands­banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK