Rannsaka umboðssvik og ólögleg lán hjá FL

Hannes Smárason á blaðamannafundi.
Hannes Smárason á blaðamannafundi. Brynjar Gauti

Viðskiptavefur Berlinske Tidende hefur í kvöld eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar að rannsókn embættis hans gagnvart Hannesi Smárasyni, fyrrum forstjóra FL Group, snúist um grun um hugsanleg umboðssvik í tengslum við kaup á norræna félaginu Sterling.

„Grunsemdir okkar eru að framin hafi verið umboðssvik í tengslum við kaupin á Sterling árið 2005. Samtímis skoðum við 46 milljóna dala, (um 5,6 milljarða króna á núverandi gengi), ólögleg lán frá FL Group sem skráð var á markaði, til Hannesar Smárasonar,“ hefur Berlingur eftir Helga Magnúsi, en fram kemur að rætt var við hann fyrir húsleitirnar.

Rannsóknin kemur í kjölfar þess að embætti skattrannsóknarstjóra vísaði bókhaldsgögnum frá FL Group til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Lagt var hald á gögnin í húsleit í nóvember.

Fram kom í Morgunblaðinu á síðasta ári, að Hannes hafi sumarið 2005, þegar hann var stjórnarformaður FL, látið flytja án heimildar þrjá milljarða króna á þáverandi gengi af reikningum FL Group til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku.

Hannes sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnaði þessu og sagði að engin lög hefðu verið brotin eins og gefið væri í skyn í frétt Morgunblaðsins.

Berlingur rekur atburði dagsins varðandi húsleitirnar og jafnframt hvernig FL Group hvað eftir annað stóð að því að selja Sterling, nú gjaldþrota flugfélag, í því augnamiði að hífa upp hlutabréfagengið.  Í fréttinni segir að hringekjuviðskipti af þessu tagi hafi ekki verið óalgeng á Íslandi, en í tilfelli Sterling-viðskiptanna hafi lögregluyfirvöld látið málið til sín taka, aðallega vegna þess að þar hafi Hannes Smárason nokkuð opinskátt höndlað með mál án samþykkis stjórnar og án tillits til hagsmuna fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK