Rannsaka umboðssvik og ólögleg lán hjá FL

Hannes Smárason á blaðamannafundi.
Hannes Smárason á blaðamannafundi. Brynjar Gauti

Viðskipta­vef­ur Berl­in­ske Tidende hef­ur í kvöld eft­ir Helga Magnúsi Gunn­ars­syni, yf­ir­manni efna­hags­brota­deild­ar að rann­sókn embætt­is hans gagn­vart Hann­esi Smára­syni, fyrr­um for­stjóra FL Group, snú­ist um grun um hugs­an­leg umboðssvik í tengsl­um við kaup á nor­ræna fé­lag­inu Sterl­ing.

„Grun­semd­ir okk­ar eru að fram­in hafi verið umboðssvik í tengsl­um við kaup­in á Sterl­ing árið 2005. Sam­tím­is skoðum við 46 millj­óna dala, (um 5,6 millj­arða króna á nú­ver­andi gengi), ólög­leg lán frá FL Group sem skráð var á markaði, til Hann­es­ar Smára­son­ar,“ hef­ur Berl­ing­ur eft­ir Helga Magnúsi, en fram kem­ur að rætt var við hann fyr­ir hús­leit­irn­ar.

Rann­sókn­in kem­ur í kjöl­far þess að embætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra vísaði bók­halds­gögn­um frá FL Group til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Lagt var hald á gögn­in í hús­leit í nóv­em­ber.

Fram kom í Morg­un­blaðinu á síðasta ári, að Hann­es hafi sum­arið 2005, þegar hann var stjórn­ar­formaður FL, látið flytja án heim­ild­ar þrjá millj­arða króna á þáver­andi gengi af reikn­ing­um FL Group til Kaupþings í Lúx­em­borg, til þess að hjálpa Pálma Har­alds­syni við að greiða fyr­ir kaup­in á lággjalda­flug­fé­lag­inu Sterl­ing í Dan­mörku.

Hann­es sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann hafnaði þessu og sagði að eng­in lög hefðu verið brot­in eins og gefið væri í skyn í frétt Morg­un­blaðsins.

Berl­ing­ur rek­ur at­b­urði dags­ins varðandi hús­leit­irn­ar og jafn­framt hvernig FL Group hvað eft­ir annað stóð að því að selja Sterl­ing, nú gjaldþrota flug­fé­lag, í því augnamiði að hífa upp hluta­bréfa­gengið.  Í frétt­inni seg­ir að hring­ekju­viðskipti af þessu tagi hafi ekki verið óal­geng á Íslandi, en í til­felli Sterl­ing-viðskipt­anna hafi lög­reglu­yf­ir­völd látið málið til sín taka, aðallega vegna þess að þar hafi Hann­es Smára­son nokkuð op­in­skátt höndlað með mál án samþykk­is stjórn­ar og án til­lits til hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka