Byrjað að afnema höft á árinu

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn

Seðlabankinn segir, að líklegt sé að byrjað verði að afnema gjaldeyrishöftin seint á þessu ári. Segja seðlabankamenn ekki sé hægt að fara með stýrivextina nú niður á það óraunhæft stig, að þeir geti ekki haldið þegar höftin verða afnumin.  Mikilvægt sé að tryggja að gengi krónunnar veikist ekki.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði á blaðamannfundi í Seðlabankanum í dag, að tvennt mæli einkum gegn því, að taka of stór skref í vaxtalækkun. Slíkt geti haft áhrif á hvata fjárfesta til að fara í kringum gjaldeyrishöft. Ævinlega séu göt í gjaldeyrishöftum og ærinn fjárhagslegur hvati til að fara í kringum þau.

Þá verði peningastefnunefnd, að horfa til þess tíma sem byrjað verður að afnema gjaldeyrishöftin og ekki sé hægt að fara með vextina niður í óraunhæft stig, sem ekki gætu haldið þegar höftin verða afnumin. Aldrei hafi aldrei staðið til að fara með vexti niður að evrópskum vöxtum áður en gjaldeyrishöftin vera afnumin.

„Við erum að reyna að byggja upp traust," sagði Arnór, og bætti við, að nú færi mjög lítið fyrir því trausti. Aðalvandamálin felist í því, að á alþjóðlögum mörkuðum ríki ekki traust á því, að íslenska ríkið geti staðið við sínar skuldbindingar. Það muni hins vegar koma í ljós síðar í þessu ári, að ríkissjóður geti  staðið við skuldbindingar sínar og  þegar áætlanir í ríkisfjármálum liggi fyrir dragi úr þessari óvissu og þá geti vaxtabilið milli Íslands og helstu viðskiptaríkjanna minnkað.

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, sagði að afnám gjaldeyrishaftanna verði að gerast með þeim hætti, að krónan veikist ekki. Mikilvægast væri, að samstaða sé um grundvöll peningastefnunnar, þann að gengið sé mikilvægast. „Þetta er ekki reiptog heldur snýst málið um að finna réttu lausnirnar fyrir Ísland," sagði Øygard.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, sagði að vaxtalækkanir mættu ekki vera svo hraðar nú,  að bankinn þurfi að hækka vexti á ný til að verja gengið þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK