Enginn áhugi á ríkisbréfum

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands. Ints Kalnins

Hætt er við að svonefnd nýmarkaðslönd víðs vegar um heiminn muni eiga í erfiðleikum með að verða sér úti um fjármagn í útboðum á ríkisskuldabréfum í kjölfar algjörrar höfnunar fjárfesta á skuldabréfum lettneska ríkisins í útboði í gær. Enginn áhugi var fyrir 100 milljóna dollara ríkisbréfum Letta.

Í frétt Financial Times segir að hinn litli áhugi fyrir ríkisskuldabréfum lettneska ríkisins, sem skyldu vera til skamms tíma, hafi haft áhrif á gengi hlutabréfa sænskra banka, en þeir hafa fjárfest mikið í Eystrasaltslöndunum á umliðnum árum. Þá hafi gengi gjaldmiðla nokkurra Austur-Evrópuríkja veikst nokkuð gagnvart Bandaríkjadollar í kjölfar niðurstöðunnar í útboðinu.

Segir í frétt FT að meginástæðan fyrir áhugaleysinu í útboði ríkisskuldabréfanna stafi af því að talið sé að gengi latins, gjaldmiðils Letta, sé of hátt skráð. Nefnt hefur verið að það þurfi að lækka um þriðjung. Forsætisráðherra Letta, Vladis Dombrovskis, vill ekki gera það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK