Gögn staðfesta millifærslu

Danska flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og hækkaði alltaf …
Danska flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og hækkaði alltaf í verði þrátt fyrir taprekstur. Reuters

Yfirstandandi rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á aðkomu FL Group að kaupunum á danska flugfélaginu Sterling byggir á bókhalds- og tölvugögnum sem lagt var hald á í  húsleit í höfuðstöðvum FL Group um miðjan nóvember síðastliðinn vegna rökstudds gruns um skattalagabrot.

Rannsókn efnahagsbrotadeildar snýr m.a. að því hvort Hannes Smárason, þáverandi stjórnarformaður almenningshlutafélagsins FL Group, hafi millifært um þrjá milljarða króna inn á bankareikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg til að „lána“ eignarhaldsfélaginu Fons fyrir hluta kaupverðsins á Sterling.  

Hannes hefur ávallt neitað þessu, en heimildir Morgunblaðsins herma að meðal þess sem vísað var til efnahagsbrotadeildarinnar eftir húsleitina í nóvember séu gögn sem staðfesta að umrædd millifærsla hafi átt sér stað í apríl 2005.

Þá er einnig verið að skoða hvort mögulega hafi verið framin umboðssvik þegar Sterling var selt fram og aftur með miklum bókfærðum ávinningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK