Gögn staðfesta millifærslu

Danska flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og hækkaði alltaf …
Danska flugfélagið Sterling gekk kaupum og sölum og hækkaði alltaf í verði þrátt fyrir taprekstur. Reuters

Yf­ir­stand­andi rann­sókn efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra á aðkomu FL Group að kaup­un­um á danska flug­fé­lag­inu Sterl­ing bygg­ir á bók­halds- og tölvu­gögn­um sem lagt var hald á í  hús­leit í höfuðstöðvum FL Group um miðjan nóv­em­ber síðastliðinn vegna rök­studds gruns um skatta­laga­brot.

Rann­sókn efna­hags­brota­deild­ar snýr m.a. að því hvort Hann­es Smára­son, þáver­andi stjórn­ar­formaður al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins FL Group, hafi milli­fært um þrjá millj­arða króna inn á banka­reikn­ing hjá Kaupþingi í Lúx­em­borg til að „lána“ eign­ar­halds­fé­lag­inu Fons fyr­ir hluta kaup­verðsins á Sterl­ing.  

Hann­es hef­ur ávallt neitað þessu, en heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að meðal þess sem vísað var til efna­hags­brota­deild­ar­inn­ar eft­ir hús­leit­ina í nóv­em­ber séu gögn sem staðfesta að um­rædd milli­færsla hafi átt sér stað í apríl 2005.

Þá er einnig verið að skoða hvort mögu­lega hafi verið fram­in umboðssvik þegar Sterl­ing var selt fram og aft­ur með mikl­um bók­færðum ávinn­ingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK