Kreditkortavelta hér á landi dróst saman um 14,0% á fyrsta fjórðungi þessa árs í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Debetkortavelta dróst saman um 1,5% á sama tíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands sem gefin voru út í dag.
Samtals dróst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar–apríl 2009 saman um 8,3%. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst hins vegar saman um 25,5% en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 72,2% í janúar–apríl 2009 miðað við sömu mánuði 2008.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 19,3%, miðað við meðaltal vísitölunnar í janúar–apríl, sem veldur 23,1% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu, að því er fram kemur í Hagvísinum.