Írska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka skatta til að koma landinu upp úr þeim öldudal sem þjóðin gengur nú í gegnum eins flestar aðrar víðast hvar um heiminn. Í frétt Bloomberg-fréttastofunnar segir að Írland muni ekki þurfa utankomandi aðstoð eins og Ísland.´
Hagvöxtur á Írlandi var með því mesta sem sást í Evrópu á tímabilinu frá 1997 til 2001, eða yfir 9% að jafnaði á ári. Samdrátturinn verður hins vegar meiri á þessu ári og því næsta en víðast hvar eða í kringu 12%. Þessu spáir rannsóknarstofnun í Dublin, Social Research Institute. Gangi spá stofnunarinnar eftir verður þetta versta útkoma í nokkru inðvæddu ríki frá því í kreppuni miklu á fjórða áratug síðustu aldar.
Í frétt Bloomberg segir að aðgerðir þær sem írsk stjórnvölda hafa ákveðið að grípa til eigi að koma í veg fyrir að Írlandi þurfi að leita á sömu mið og Ísland og fara fram á lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum og öðrum þjóðnum til að styrkja efnahagslífið í landinu. Er í fréttinni nefnt að Írland muni því losna við íslenska „smánarblettinn“.