Astraeus líka fært undan Fons

Pálmi Haraldsson athafnamaður.
Pálmi Haraldsson athafnamaður. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Breska flugfélagið Astraeus, sem meðal annars leigir Iceland Express flugvélar, var fært undan Fons til félaga tengdra Pálma Haraldssyni áður en Fons var sett í gjaldþrot. Heimildir Morgunblaðsins herma að lágmarksverð hafi verið greitt fyrir. Pálmi var aðaleigandi Fons áður en félagið fór í þrot.

Færði líka Iceland Express

Í vikunni var sagt frá því að hlutafjáraukning í Iceland Express, sem einnig var í eigu Fons, hinn 24. nóvember 2008 væri til skoðunar hjá skiptastjóra í þrotabúi félagsins. Þá var hlutafé aukið um 300 milljónir króna að nafnvirði. Fengur, annað félag í eigu Pálma, skráði sig fyrir öllu hlutafénu og eignaðist við það um 92 prósent hlut í flugfélaginu. Nokkrum vikum síðar var Fons lýst gjaldþrota.

Landsbankinn, sem átti veð í hlut Fons í Iceland Express, vissi ekki af hlutafjáraukningunni fyrr en hún var yfirstaðin, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bankinn heldur nú á þeim tæpu átta prósentum í Iceland Express sem ekki eru í eigu Fengs. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK