Icesave-lán hækkar um 37 milljarða árlega

Skuldbindingar vegna Icesave-reikninga Landsbankans nema 680 milljörðum króna.
Skuldbindingar vegna Icesave-reikninga Landsbankans nema 680 milljörðum króna. Reuters

Skuldabréf sem Landsbankinn mun koma til með að gefa út vegna Icesave-reikninganna kemur til með bera 5,5% vexti. Lánið er til fimmtán ára og ekkert þarf að greiða af því næstu sjö árin. Miðað við vextina kemur lánið til með að hækka um 37,4 milljarða króna árlega, sé miðað við núverandi gengi. Höfuðstóll lánsins er 680 milljarðar króna.

Um er að ræða skuldabréf með ríkisábyrgð. Á þessum sjö árum sem ekki þarf að greiða af höfuðstól skuldabréfsins verður reynt að selja eignir Landsbankans upp í skuldina. Um valkvætt ákvæði í samkomulagi við hollensk og bresk stjórnvöld er að ræða. Það þýðir að á hvaða tíma sem er verður hægt að greiða inn á höfuðstól lánsins, þótt skilanefndin hafi heimild til að fresta afborgunum í allt að sjö ár, samkvæmt upplýsingum vefútgáfu Morgunblaðsins.

Heilbrigð útlánasöfn Landsbankans munu safna tekjum þessum tíma, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Það þýðir að á sama tíma og skuldabréfið safnar vöxtum safnar útlánasafn Landsbankans vaxtatekjum á móti.

Að þessum sjö árum liðnum mun síðan koma í ljós hversu stór hluti höfuðstólsins lendir á íslenskum skattgreiðendum. Þá verður einnig sá möguleiki fyrir hendi að aðstæður á lánamörkuðum hafi breyst og að ríkinu bjóðist betri kjör annarstaðar en hjá Bretum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka