Á sama tíma og flest flugfélög hafa orðið fyrir því að dregið hefur úr farþegafjölda þá hefur fjöldi þeirra sem velur að fljúga með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian aukist stöðugt. Fjöldinn hefur til að mynda aukist stöðugt frá mánuði til mánaðar á þessu ári.
Norwegian er fimmta stærsta lággajldaflugfélaga í Evrópu. Félagið var stofnað árið 1993. Farþegarfjöldinn á síðasta ári var liðlega 9 milljónir en félagið flýgur til rúmlega 80 áfangastaða í Evrópu, Norður-Afríkur og Mið-Austurlöndum. Gardemoen-flugvöllur í Ósló er meginflugvöllur félagsins..
Farþegar sem flugu með Norwegian í maímánuði síðastliðnum voru samtals um 946 þúsund talsins og fjölgaði um 24% frá sama mánuði í fyrra. Upplýsingafulltrúi félagsins segir í samtali við fréttavefinn borsen.dk að helsta skýringin á þetta mikill aukningu á milli ára sé mikil fjölgun danskra farþega. Félagið hafi í hyggju auki flug frá Danmörku enn frekar.
Fyrr í dag kom fram að um 18% færri farþegar hefðu flogið með norræna flugfélaginu SAS í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Áætlar félagið að skera mikið niður í rekstrinum.