Lettland sem hið nýja Ísland

Vandi Letta er mikill. Valdis Dombrovskis tók nýlega við starfi …
Vandi Letta er mikill. Valdis Dombrovskis tók nýlega við starfi forsætisráðherra Lettlands. INTS KALNINS

Hætta er á því að staðan í Lett­landi verði svipuð og hún var á Íslandi síðastliðið haust, þegar bank­arn­ir hrundu. Þetta er mat Knuts Magn­us­sen, sér­fræðings hjá norska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu DnB. Seg­ir hann að mik­il sam­svör­un sé á milli ástands­ins í Lett­landi nú og á Íslandi þá, á hinum ýmsu sviðum.

Stjórn­völd í Lett­landi urðu fyr­ir ákveðnu áfalli í fyrra­dag þegar í ljós kom að eng­inn áhugi var meðal fjár­festa í útboði á rík­is­skulda­bréf­um þar í landi. Fyr­ir­hugað hafði verið að gefa út bréf fyr­ir 100 millj­ón­ir doll­ara en kaup­end­ur skráðu sig ekki. Þetta hafði áhrif langt út fyr­ir Lett­land, meðal ann­ars á sænska banka sem hafa fjár­fest mikið í Eystra­saltslönd­un­um á umliðnum árum. Þá varð þetta til þess að gengi gjald­miðla nokk­urra Aust­ur-Evr­ópu­ríkja veikt­ist nokkuð. Hinn litli áhugi fyr­ir lett­nesku rík­is­skulda­bréf­un­um þótti að stór­um hluta stafa af því að gengi lats­ins, gjald­miðils Letta, sé of hátt skráð. Nefnt hef­ur verið að það þurfi að lækka um þriðjung.

Í frétt norska vef­miðils­ins E24 seg­ir að lett­neska efna­hags­kerfið sé jafn­vel við það að hrynja. Fjár­málaráðuneyti lands­ins birti í gær nýja spá fyr­ir horf­un­ar á þessu ári, en þar er gert ráð fyr­ir allt að 18% sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári í sam­an­b­urði við síðasta ár, og að sam­drátt­ur verði enn til staðar á næsta ári.

Knut Magn­us­sen seg­ir þetta vera óhemju svart­sýna spá hjá fjár­málaráðuneyt­inu lett­neska. Því sé hætta á því að Lett­ar muni ganga í gegn­um það sama og Íslend­ing­ar síðastliðið haust.

Seg­ir Magn­us­sen að veik­ing ís­lensku krón­unn­ar hafi komið sér vel fyr­ir ís­lenska út­flytj­end­ur. Veik­ing lats­ins í Lett­landi myndi að sama skapi styrkja út­flutn­ing­inn þar í landi en koma sér illa fyr­ir þá sem skulda í er­lend­um mynt­um, þar á meðal lett­nesku bank­ana. Þar sé sam­lík­ing­in við Ísland síðastliðið haust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK