Lettland sem hið nýja Ísland

Vandi Letta er mikill. Valdis Dombrovskis tók nýlega við starfi …
Vandi Letta er mikill. Valdis Dombrovskis tók nýlega við starfi forsætisráðherra Lettlands. INTS KALNINS

Hætta er á því að staðan í Lettlandi verði svipuð og hún var á Íslandi síðastliðið haust, þegar bankarnir hrundu. Þetta er mat Knuts Magnussen, sérfræðings hjá norska fjármálafyrirtækinu DnB. Segir hann að mikil samsvörun sé á milli ástandsins í Lettlandi nú og á Íslandi þá, á hinum ýmsu sviðum.

Stjórnvöld í Lettlandi urðu fyrir ákveðnu áfalli í fyrradag þegar í ljós kom að enginn áhugi var meðal fjárfesta í útboði á ríkisskuldabréfum þar í landi. Fyrirhugað hafði verið að gefa út bréf fyrir 100 milljónir dollara en kaupendur skráðu sig ekki. Þetta hafði áhrif langt út fyrir Lettland, meðal annars á sænska banka sem hafa fjárfest mikið í Eystrasaltslöndunum á umliðnum árum. Þá varð þetta til þess að gengi gjaldmiðla nokkurra Austur-Evrópuríkja veiktist nokkuð. Hinn litli áhugi fyrir lettnesku ríkisskuldabréfunum þótti að stórum hluta stafa af því að gengi latsins, gjaldmiðils Letta, sé of hátt skráð. Nefnt hefur verið að það þurfi að lækka um þriðjung.

Í frétt norska vefmiðilsins E24 segir að lettneska efnahagskerfið sé jafnvel við það að hrynja. Fjármálaráðuneyti landsins birti í gær nýja spá fyrir horfunar á þessu ári, en þar er gert ráð fyrir allt að 18% samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári í samanburði við síðasta ár, og að samdráttur verði enn til staðar á næsta ári.

Knut Magnussen segir þetta vera óhemju svartsýna spá hjá fjármálaráðuneytinu lettneska. Því sé hætta á því að Lettar muni ganga í gegnum það sama og Íslendingar síðastliðið haust.

Segir Magnussen að veiking íslensku krónunnar hafi komið sér vel fyrir íslenska útflytjendur. Veiking latsins í Lettlandi myndi að sama skapi styrkja útflutninginn þar í landi en koma sér illa fyrir þá sem skulda í erlendum myntum, þar á meðal lettnesku bankana. Þar sé samlíkingin við Ísland síðastliðið haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK