Rio Tinto og BHP Billiton gera samning

Ein af járnnámum Rio Tinto í Ástralíu.
Ein af járnnámum Rio Tinto í Ástralíu.

Ensk-ástralska námufélagið Rio Tinto, móðurfélag Alcan á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík, hefur hætt við samning við kínverska félagið Chinalco og þess í stað gert samstarfssamning við BHP Billiton, helsta keppinaut sinn. 

Fram kemur á fréttavef BBC, að með þessu móti geti Rio Tinto, sem skuldar um 40 milljarða dala, og BHP sparað 10 milljarða dala. Gengi hlutabréfa beggja félaga hækkaði um 10% þegar tilkynnt var um samninginn í nótt að íslenskum tíma.

Chinalco, sem er í eigu kínverska ríkisins, lýsti miklum vonbrigðum yfir því að samningurinn hefði ekki verið efndur. Ef af samningnum hefði orðið hefði verið um að ræða mestu fjárfestingu kínversks fyrirtækis í erlendu fyrirtæki. 

Haft er eftir sérfræðingum, að þegar Rio Tinto gerði samkomulagið við Chinalco í febrúar hafi verð á hrávöru verið afar lágt. Verðið hefur hins vegar hækkað mikið og það hefur breytt viðskiptaforsendum. Chinaclo á 9% hlut í Rio Tinto en ætlaði að tvöfalda þann eignarhlut. Rio Tinto mun greiða kínverska félaginu 195 milljónir dala í bætur fyrir að hætta við samkomulagið. 

Rio og BHP hafa nú gert samkomulag um að stofna sameiginlegt fyrirtæki um járnvinnslu í vesturhluta Ástralíu. Munu félögin deila hafnaraðstöðu og járnbrautarkerfi.  Mun BHP greiða Rio nærri 6 milljónir dala fyrir 50% hlut í sameiginlega fyrirtækinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK