3,6% samdráttur

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá 4. ársfjórðungi 2008 til 1. ársfjórðungs 2009. Að sögn Hagstofunnar drógust þjóðarútgjöld á sama tíma saman um 3,3% þar sem einkaneysla jókst um 1,7%, fjárfesting dróst saman um 31,3% og samneyslan um 2,2%.

Miðað við fyrsta ársfjórðung á síðasta ári telst landsframleiðslan hafa dregist saman um 3,9%, að sögn Hagstofunnar.

Samdrátturinn í íslenska hagkerfinu er ívið meiri eða svipaður og mældist á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.  Í Þýskalandi mældist samdráttur 3,8% og 4% í Japan á fyrsta ársfjórðungi miðað við ársfjórðunginn á undan.

Fram kemur í Hagvísum Hagstofunnar, að á 1. ársfjórðungi hafi útflutningur sjávarafurða að heita má verið sá sami að magni og verið hafði á 1. fjórðungi fyrra árs. Aftur á móti óx aflinn um sem næst 14% og sé því talið að birgðir sjávarafurða hafi aukist umtalsvert.

Birgðir fullunnins áls séu einnig taldar hafa aukist nokkuð en á móti bendi áætlanir til lækkunar á birgðum rekstrarvara. Að öllu samanlögðu séu birgðir því taldar hafa aukist um tæpa 7,2 milljarða króna á 1. ársfjórðungi.

Hagvísar Hagstofunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK