Framtíð West Ham sögð óviss

Leikmenn West Ham fagna marki í ensku úrvalsdeildinni í vor.
Leikmenn West Ham fagna marki í ensku úrvalsdeildinni í vor. Reuters

„En Greiðslustöðvun Hansa, móðurfélags West Ham, rann út í gær en félagið hefur verið í greiðslustöðvun frá því í mars. Engar eignir eru í búinu.  Straumur var stærsti kröfuhafinn.

Björgólfur Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi West Ham, hefur á undanförnum mánuðum reynt að selja félagið. Að sögn breska blaðsins The Times í dag þurfti söluverðið að vera að minnsta kosti 100 milljónir punda, jafnvirði 20 milljarða króna, en ekkert af þeim óformlegu tilboðum sem báðust voru í námunda við það.

Heimildir Morgunblaðsins herma að með yfirtökunni hafi kröfuhafar verið að verja hagsmuni sína: Hefði Hansa orðið gjaldþrota hefði West Ham mögulega fallið um deild eða misst stig. Það hefði orðið dýrkeypt.

CB Holding áformar að reka félagið áfram í að minnsta kosti þrjú ár í þeirri von að endurheimta kröfurnar þegar fjármálaumhverfið batnar. The Times segir, að félagið hafi hins vegar átt í viðræðum við hugsanlega kaupendur á síðustu vikum og því gætu orðið eigendaskipti á félaginu fyrr en síðar.

Blaðið hefur raunar eftir Georg Andersen, yfirmanni samskiptasviðs Straums, að ólíklegt sé að einhver vilji kaupa félagið á því matsverði.  „En ef einhver frá Miðausturlöndum leggur fram fáránlega hátt tilboð munum við skoða það. En það er ólíklegt að það gerist og við munum eiga félagið næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. 

West Ham skuldar 45 milljónir punda og skuldar liðinu Sheffield United að minnsta kosti 21 milljón til viðbótar vegna Tévez-málsins svonefnda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK