Samdráttur í útflutningi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AP

Útflutningur frá Þýskalandi í aprílmánuði síðastliðnum dróst meira saman en spár höfðu almennt gert ráð fyrir. Samdrátturinn frá fyrra mánuði var 4,8%, að því er fram kemur í nýjum tölum frá hagstofu Þýskalands. Samdrátturinn frá apríl í fyrra var tæplega 29%.

Segir í frétt AFP-fréttastofunnar að samdrátturinn í útflutningi milli ára sé sá mesti í Þýskalandi á milli ára frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu.

Hagfræðingar sem Bloomberg-fréttastofan hafði samband við höfðu að jafnaði spáð því að útflutningur frá Þýskalandi myndi einungis dragast saman 0,1% á milli mars og apríl. Hefur fréttastofan eftir Thorsten Polleit, yfirhagfræðingi Barkleys Capital í Frankfúrt, að þessar tölur bendi til þess að efnahagslífið verðu lengur að ná sér á strik en vonir hafi staðið til. Það eigi væntanlega ekki einungis við um Þýskaland heldur heiminn í heild.

Innflutningur til Þýskalands dróst einnig mikið saman á milli mars og apríl, eða um 5,8%. Samdrátturinn í innflutningi á milli ára var tæplega 23%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK