Kreppan er ekki liðin hjá en Ísland er á réttri leið. Þetta segir Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, á bloggi sínu, en hann er nú staddur í Reykjavík vegna fundar utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem lýkur í dag..
„Fjármálakreppan á Íslandi er ekki liðin hjá, en mín tilfinning er að samvinnan við IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn) gangi eftir áætlun og að það sé að komast á fast land undir fótum,“ skrifar Bildt á bloggi sínu, að því er fram kemur í frétt á sænska viðskiptavefmiðlinum di.se.
Þá segir Bildt að það muni einnig um þátt Norðurlandanna í endurreisninni, og reyndar muni meira um hann en þátt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.