Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur heimilað að sala á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler fari fram. Rétturinn setti síðdegis í gær lögbann á söluna að þriggja bandarískra lífeyrissjóða en eftir að rétturinn hafði farið betur yfir málið var lögbanninum aflétt í gærkvöldi.
Lífeyrissjóðirnir þrír kröfðust þess að salan yrði stöðvuð tímabundið til að þeim gæfist tími til að undirbúa áfrýjun til hæstaréttar á úrskurði áfrýjunardómstóls, sem heimilaði söluna. Ruth Bader Ginsberg, hæstaréttardómari, féllst á kröfuna síðdegis í gær en eftir að allir hæstaréttardómararnir níu höfðu farið yfir málið í gærkvöldi af lögbanninu aflétt.
Í niðurstöðu sinni segir hæstiréttur, að lífeyrissjóðirnir, sem allir eru í Indianaríki, hafi ekki sýnt fram á að kringumstæðurnar réttlæti að salan verði stöðvuð.
Nú er ekkert því til fyrirstöðu, að ítalski bílaframleiðandinn Fiat og Chrysler fari í eina sæng. Vonast er til að það geri Chrysler kleift að halda áfram st