Nýju bankarnir bera byrðina

Retuers

Vilji er fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að hækka greiðslur banka og sparisjóða til Tryggingasjóðs innstæðueigenda til að gera sjóðinn betur í stakk búinn að mæta hugsanlegum greiðslum vegna Icesave-reikninganna, ef eignir Landsbankans duga ekki til, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Um er að ræða leið sem samninganefnd íslenska ríkisins vegna Icesave-reikninganna hefur lagt til með það fyrir augum að takmarka hugsanlega ábyrgð ríkissjóðs, en ríkissjóður ber ábyrgð á greiðslum til þrautavara ef tryggingasjóðurinn er ekki gjaldfær og eignir Landsbankans duga ekki til. Nokkrar útfærslur eru nú skoðaðar með það fyrir augum að takmarka hugsanlega ábyrgð ríkissjóðs. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þykir sú leið að hækka greiðslur bankanna til tryggingasjóðsins einföld og þægileg. Ekki sé áhugi á því að fara leið skattlagningar í þessu máli. Fyrirséð er að með tíð og tíma verði nýju ríkisbankarnir þrír einkavæddir að nýju þótt ekki liggi neinir tímarammar fyrir.

Ef hækka á greiðslur þeirra sem eiga aðild að sjóðnum þarf að breyta lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Samkvæmt lögunum skal heildareign innstæðudeildar tryggingasjóðsins að lágmarki nema 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum frá árinu á undan. Nái heildareign ekki lágmarkinu þurfa bankarnir að greiða sérstakt gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK