Nýju bankarnir bera byrðina

Retuers

Vilji er fyr­ir því inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka greiðslur banka og spari­sjóða til Trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda til að gera sjóðinn bet­ur í stakk bú­inn að mæta hugs­an­leg­um greiðslum vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna, ef eign­ir Lands­bank­ans duga ekki til, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Um er að ræða leið sem samn­inga­nefnd ís­lenska rík­is­ins vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna hef­ur lagt til með það fyr­ir aug­um að tak­marka hugs­an­lega ábyrgð rík­is­sjóðs, en rík­is­sjóður ber ábyrgð á greiðslum til þrauta­vara ef trygg­inga­sjóður­inn er ekki gjald­fær og eign­ir Lands­bank­ans duga ekki til. Nokkr­ar út­færsl­ur eru nú skoðaðar með það fyr­ir aug­um að tak­marka hugs­an­lega ábyrgð rík­is­sjóðs. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins þykir sú leið að hækka greiðslur bank­anna til trygg­inga­sjóðsins ein­föld og þægi­leg. Ekki sé áhugi á því að fara leið skatt­lagn­ing­ar í þessu máli. Fyr­ir­séð er að með tíð og tíma verði nýju rík­is­bank­arn­ir þrír einka­vædd­ir að nýju þótt ekki liggi nein­ir tím­aramm­ar fyr­ir.

Ef hækka á greiðslur þeirra sem eiga aðild að sjóðnum þarf að breyta lög­um um inn­stæðutrygg­ing­ar og trygg­inga­kerfi fyr­ir fjár­festa. Sam­kvæmt lög­un­um skal heild­ar­eign inn­stæðudeild­ar trygg­inga­sjóðsins að lág­marki nema 1% af meðaltali tryggðra inn­stæðna í viðskipta­bönk­um og spari­sjóðum frá ár­inu á und­an. Nái heild­ar­eign ekki lág­mark­inu þurfa bank­arn­ir að greiða sér­stakt gjald til sjóðsins sem nem­ur 0,15% af meðaltali tryggðra inn­stæðna í hlutaðeig­andi banka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka