FME mun vísa Stím-málinu til ákæruvalds

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) mun á næst­unni vísa viðskipt­um tengd­um eign­ar­halds­fé­lag­inu Stím til viðeig­andi ákæru­valds inn­an stjórn­sýsl­un­ar vegna gruns um refsi­verða hátt­semi, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Stím-málið mun þá annaðhvort rata inn á borð sér­staks sak­sókn­ara eða efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þegar málið var tekið upp að nýju ári síðar mun ým­is­legt hafa skýrst sem kom ekki í ljós í fyrri skoðunum.

Stím ehf. var sett sér­stak­lega á fót til að kaupa bréf í Glitni og FL Group, stærsta eig­anda Glitn­is, fyr­ir tæpa 24,8 millj­arða króna í nóv­em­ber 2007. Selj­andi bréf­anna var Glitn­ir sjálf­ur, sem lánaði Stím einnig 19,6 millj­arða króna til kaup­anna. 

Rann­sókn­ir op­in­berra aðila á meintri markaðsmis­notk­un Glitn­is – og reynd­ar Lands­bank­ans og Kaupþings líka í ótengd­um mál­um – snýst um að þeir eru tald­ir hafa haft áhrif á verð hluta­bréfa í sjálf­um sér eða eig­end­um sín­um. Oft­ar en ekki lágu upp­lýs­ing­ar um slíkt ekki fyr­ir þegar viðskipt­in fóru fram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK