Eftir ágjöf í kjölfar bankahrunsins síðastliðið haust eru eignir lífeyrissjóðanna teknar að vaxa að nýju, segir greiningardeild Íslandsbanka.
Samkvæmt gögnum Seðlabankans var hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris ríflega 1.694 milljarðar króna í lok apríl. En hrein eign óx um rúma 42 milljarða í mánuðinum, þar af var 41 milljarður vegna hækkunar á erlendum mörkuðum og 5% veikingar krónu. Innlendar eignir, aðrar en sjóður og bankainnistæður, lækkuðu hins vegar um níu milljarða króna í mánuðinum. helgivifill@mbl.is