Óttast bankakrísu 2010

Vandamálið er ekki 2009 heldur 2010, segir Dejan Krusec, sérfræðingur …
Vandamálið er ekki 2009 heldur 2010, segir Dejan Krusec, sérfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu. Reuters

Seðlabanki Evrópu fylgist grannt með erfiðleikum 25 banka sem taldir eru skipta sköpum fyrir fjármálaheilsu evrusvæðisins, og hann óttast aðra bylgju af vandamálum hjá bönkum á næsta ári, þjarmi heimskreppan enn að þeim og öðrum, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Telegraph.

Vandamálið er ekki árið 2009 heldur árið 2010, segir Dejan Krusec, sérfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu, sem hefur áhyggjur af því hve löng kreppan verður.

Krusec segir að bankarnir séu nógu sterkir til þess að þola núverandi niðursveiflu, svo lengi sem það viðspyrnan verði snögg og „V-laga“.

Verði batinn „U-laga“ eru það slæmar fréttir fyrir bankana, segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK