Óttast bankakrísu 2010

Vandamálið er ekki 2009 heldur 2010, segir Dejan Krusec, sérfræðingur …
Vandamálið er ekki 2009 heldur 2010, segir Dejan Krusec, sérfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu. Reuters

Seðlabanki Evr­ópu fylg­ist grannt með erfiðleik­um 25 banka sem tald­ir eru skipta sköp­um fyr­ir fjár­mála­heilsu evru­svæðis­ins, og hann ótt­ast aðra bylgju af vanda­mál­um hjá bönk­um á næsta ári, þjarmi heimskrepp­an enn að þeim og öðrum, að því er fram kem­ur í frétt breska blaðsins Tel­egraph.

Vanda­málið er ekki árið 2009 held­ur árið 2010, seg­ir Dej­an Kru­sec, sér­fræðing­ur hjá Seðlabanka Evr­ópu, sem hef­ur áhyggj­ur af því hve löng krepp­an verður.

Kru­sec seg­ir að bank­arn­ir séu nógu sterk­ir til þess að þola nú­ver­andi niður­sveiflu, svo lengi sem það viðspyrn­an verði snögg og „V-laga“.

Verði bat­inn „U-laga“ eru það slæm­ar frétt­ir fyr­ir bank­ana, seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK