Ekki hefur enn verið tekin pólitísk ákvörðun um hlutföll skatttekna og niðurskurðar í blandaðri leið til aukins aðhalds í ríkisfjármálum. Að mati Samtaka atvinnulífsins (SA) er óraunhæft að ganga út frá því að helmingur aðhaldsins náist með auknum skatttekjum því það muni ganga of nærri skattstofnunum.
Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, í leiðara fréttabréfs SA.
Hann segir það enda með ósköpum ef ekki verði tekið á halla ríkissjóðs fyrr en síðar. Stjórnvalda bíði það verkefni að draga úr ríkisútgjöldum um 100 milljarða á þremur árum, eða sem nemur 20% af útgjöldum.