Fjögur félög beitt févíti

Kauphöllin áminnti í dag og beitti fjögur félög févíti, þau eru: Atorka Group, Milestone, Teymi og Kögun. Er það vegna þess að félögin birtu ekki ársreikninga sína opinberlega fyrir árið 2008 innan þeirra tímamarka sem þeim bar að gera það.

Þrjú félög fengu 1,5 milljón króna í févíti; þau eru Teymi, dótturfélag þess Kögun og Milestone.  Févíti var Atorku Group var ein milljón króna, samkvæmt tilkynningum til Kauphallarinnar.

Í lok maí áminnti Kauphöllin Stoðir/FL Group, Eglu, Nýsi, Landic Property og Existu opinberlega og beitti þau févíti vegna sambærilegra brota. Févítin voru einnig allt að 1,5 milljónir króna.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK