Lettlandi stýrt frá gjaldþroti

Valdis Dombrovskis er forsætisráðherra Lettlands.
Valdis Dombrovskis er forsætisráðherra Lettlands. INTS KALNINS

„Ákvörðunin í gær bjargaði landinu frá gjaldþroti,“ sagði forsætisráðherra Lettlands við fjölmiðla í dag, er hann tilkynnti um niðurskurð á ríkisútgjöldum, sem AP fréttaveitan segir að hafi verið á síðustu stundu svo landið gæti fengið lánsfjármagn frá alþjóðlegum lánastofnunum.

Skera þurfti ríkisútgjöld Lettlands um einn milljarð dollara svo það gæti fengið 10,6 milljarða dollara lán, sem næstu greiðslu af björgunarláni, sem samið var um í desember síðastliðnum.

Fulltrúar frá Evrópusambandinu hafa gefið til kynna að landið fengi næstu greiðslu eða 1,7 milljarða dollara lán bráðlega ef landið tæki til í ríkisfjármálunum , segir í frétt AP sem birtist á fréttavef Fobes.

Þingið í Lettlandi á eftir að samþykkja téðan niðurskurð.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK