Soros: Tæki til gjöreyðingar

George Soros er með þekktustu fjárfestum heims.
George Soros er með þekktustu fjárfestum heims. Reuters

Viðskipti með skuldatryggingaálag (e. CDS) eru tæki til gjöreyðingar sem ætti að banna, sagði einn þekktasti fjárfestir heims George Soros.

Soros sagði að lítið samhengi á milli áhættu og ábáta í slíkum viðskiptum, setti mikinn söluþrýsting á undirliggjandi skuldabréf, sem gæti knésett fjármálafyrirtæki.

„Það ætti að vera bannað að eiga viðskipti með sumar afleiður. Því meira sem ég heyri af þeim, því meira átta ég mig á hversu eitraðar þær eru,“ sagði Soros í frétt CNNMoney.

Að skortselja skuldabréf með því að kaupa samning um skuldatryggingaálag hafði í för með sér litla áhættu en hægt var að hagnast gífurlega á því.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK