Stóraukning útlána til FL

Í lok mars 2007 námu lán til tengdra aðila innan Glitnis samtals rúmum 56 milljörðum króna. Það voru lán til félaga og fyrirtækja sem tengdust fólki í stjórn og varastjórn bankans og einnig framkvæmdastjórum.

Inni í þessari tölu voru lán til félaga eins og Sjóvár, Baugs, Samherja og FL Group og annarra stórra fyrirtækja á þessum tíma.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að krafa Glitnis á eitt félag, FL Group sem nú heitir Stoðir, næmi nú 71,8 milljörðum króna. FL Group var stærsti hluthafinn þegar bankinn féll.

Morgunblaðið hefur áður sagt frá því að útlán Glitnis til viðskiptavina jukust um þúsund milljarða króna á einu ári eftir að FL Group og tengdir aðilar urðu ráðandi í bankanum. Um mitt ár 2007 voru heildarútlán Glitnis til viðskiptavina 1.571 milljarður króna. Í lok júní 2008 voru heildarútlánin 2.548 milljónir króna og höfðu því aukist um 60 prósent á einu ári.

Af 15 stærstu skuldurum fyrirtækjasviðs Glitnis í upphafi árs 2008 voru flestir tengdir FL Group með einhverjum hætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK