Máli Sigurjóns vísað til FME

Landsbankinn hefur vísað til Fjármálaeftirlitsins til frekari skoðunar máli þar sem inn á fjárvörslusafn í einkalífeyrissparnaði viðskiptavinar var keypt veðskuldarbréf útgefið af sama viðskiptavini. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er um að ræða Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans.

Í tilkynningu frá Landsbankanum segir, að í  reglulegri úttekt innri endurskoðunar Landsbankans hafi komið fram að inn á fjárvörslusafn í einkalífeyrissparnaði viðskiptavinar hefði verið keypt veðskuldarbréf, útgefið af sama viðskiptavini. Ákvörðun um kaupin sé tekin af eiganda safnsins og sjóðstjóra án samráðs við yfirstjórn Landsbankans. Ekki sé um önnur tilvik að ræða sem þetta hjá öðrum viðskiptavinum í einkalífeyrissparnaði.

Fram kemur í tilkynningunni, að viðkomandi sjóðstjóra hafi verið vikið tímabundið frá störfum meðan skoðun stendur yfir.

Þá segir, að einkalífeyrissparnaður sé sérstakt séreignarsparnaðarrform sem sé hluti af vöruframboði bankans á sviði eignastýringu og lífeyrisþjónustu.  Eigandi séreignarparnaðarins stýri sínum fjármunum að miklu leyti sjálfur en hafi aðgang að sjóðstjóra hjá bankanum til að framfylgja viðskiptalegum ákvörðunum og daglegum rekstri sparnaðarins.

Fram kom á mbl.is í gær, að Sigurjón  hafi tekið  svonefnt kúlulán upp á 40 milljónir króna með 3,5% vöxtum bundið vísitölu neysluverðs til tuttugu ára. Fjöldi afborgana er ein, þann 20. nóvember 2009.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, sagði við mbl.is að Sigurjón hafi tekið lán hjá lífeyrissjóði í vörslu Landsbankans; Fjárvörslureikningi 3 NBI hf. Lífeyrissjóðurinn sé hans einkaeign. Slíkt sé heimilt samkvæmt lögum: ,,Hann tekur því lán hjá sjálfum sér," sagði Sigurður.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK