Segir endurskoðendur hafa átt að láta meira til sín taka

„ÉG á því bágt með að trúa því að endurskoðendur, sem voru jafnan með fingurinn á púlsi atvinnulífsins, hafi ekki leitt hugann að þeirri áhættu sem stöðugt safnaðist upp í efnahagslífinu. Þetta blasti hvarvetna við,“ segir Aðalsteinn Hákonarson, deildarstjóri hjá ríkisskattstjóra, í Tíund, fréttabréfi embættisins. Hann spyr í heiti greinarinnar hvort endurskoðendur hefðu getað gert betur.

Aðalsteinn bendir á að efnahagsreikningar stóru bankanna þriggja í júnílok 2008 voru á við hátt í 1.000 tónlistarhús, 1500 Siglufjarðargöng eða 20-föld fjárlög ríkisins eins og þau voru fyrir hrun.

„Þessi vitleysa gat í raun og veru ekki endað nema á einn veg. Það er of billegt að kenna um alþjóðlegri fjármálakreppu,“ segir Aðalsteinn. „Það væri samt óraunhæft að halda því fram að endurskoðendur hefðu getað stöðvað þessa þróun en þeir hefðu að mínu mati getað látið meira til sín taka og verið ónískari á gulu og rauðu spjöldin, a.m.k. þeir sem dæmdu í úrvalsdeildinni.“

Í greininni bendir hann líka á að eignum og skuldum hafi hreinlega verið hrært á milli félaga í gegnum eignasölur, skiptingar, skuldsettar yfirtökur og samruna. Á meðan hefðu lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir keypt hlutabréf eða skuldabréf þessara félaga.

„Þannig voru lífeyrissjóðirnir og verðbréfasjóðir nánast rændir um hábjartan dag án þess að stjórnendur þeirra tækju eftir því fyrr en allt var komið á hliðina. Það var eiginlega ótrúlegt hvað menn komust langt með svona tilfæringar án þess að nokkrar athugasemdir kæmu fram í opinberum gögnum,“ skrifar Aðalsteinn.

bjorgvin@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK