21 árs Norðmaður skuldaði 10 milljarða

21 árs gamall norskur kaupsýslumaður, Nordahl Heyerdahl-Larsen, lét lífið í bílslysi skammt frá Marbella á Spáani sl. haust. Nú er lokið skiptum á dánarbúi hans og í ljós kemur að hann skuldaði 52 aðilum samtals 500 milljónir norskra króna, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna.

„Það er ótrúlegt, að svo ungur og óreyndur maður skuli hafa  notið svona mikils lánstrausts og að reynt og duglegt kaupsýslufólk skuli hafa lagt fé til afar áhættusamra verkefna," segir Tom Hugo Ottesen, bússtjóri dánarbúsins, við blaðið Dagens Næringsliv.

Lánardrottnarnir eru sagðir lýsa Nordahl Heyerdahl-Larsen þannig að hann hafi verið trúverðugur og heiðarlegur og haft mikla persónutöfra.

„Flestir segjast telja, að þeir hefðu fengið fé sitt til baka ef hann hefði ekki látið lífið í slysinu," segir Ottesen. 

Nordahl Heyerdahl-Larsen stofnaði fyrsta fyrirtækið þegar hann var 18 ára og ári síðar voru eignir hans metnar á 12 milljónir norskra króna sem hann græddi á upplýsingatæki, fjármálaráðgjöf og snyrtivörum. Hann stundaði atvinnurekstur bæði í Noregi og á Englandi.

Þegar hann var 19 ára keypti hann lóð í Svíþjóð fyrir 1 milljón sænskra króna og ætlaði að reisa þar hótel og 290 sumarhús. Skömmu síðar var lóðin metin á 55 milljónir sænskra króna og í kjölfarið seldi Heyerdahl-Larsen eignarhlut sinn í verkefninu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK