Fólk beðið að vinna kauplaust

British Airways hefur beðið starfsfólk um að vinna kauplaust til …
British Airways hefur beðið starfsfólk um að vinna kauplaust til að bjarga flugfélaginu. Reuters

Breska flugfélagið British Airways hefur beðið starfsfólk um að vinna kauplaust í eina viku og allt upp í einn mánuð til að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti.

Forstjóri British Airways, tilkynnti í dag að hann færi fram á þetta því flugfélagið berðist nú fyrir lífi sínu. Á fréttavef Sky fréttastofunnar kemur fram að lögð er áhersla að þetta sé hverjum starfsmanni í sjálfsvald sett.

Þar kemur einnig fram að verið væri að skera niður um tvö þúsund störf hjá félaginu. Walsh sagði að hann væri í raun að biðja fólk um að taka á sig kauplækkun.

„Frá og með morgundeginum getur fólk tekið þátt í sparnaði fyrir félagið með þvi að taka sér launalaust frí eða vinna kauplaust með kauplækkun sem dreifist á þrjá til sex mánuði," sagði í tilkynningu til starfsfólks.

Sjálfur hyggst Walsh vinna kauplaust í júlí sem þýðir sparnað upp á 12 milljónir íslenskra króna fyrir BA en fyrirtækið tilkynnti rekstrarhalla í maímánuði sem nemur 83 milljörðum króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK