Nýja Kaupþing lánardrottinn starfsmanna

Í áliti tveggja utanaðkomandi lögfræðinga segir að stjórn Nýja Kaupþings …
Í áliti tveggja utanaðkomandi lögfræðinga segir að stjórn Nýja Kaupþings banka hafi ekki lagaheimildir til að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings, að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skilanefnd Kaupþings er ekki með á sínu borði lán til starfsmanna vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Í áliti lögfræðinga segir að stjórn Nýja Kaupþings banka hafi ekki heimildir til að rifta lánum gamla bankans.

Lánin voru færð yfir í Nýja Kaupþing, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, því þetta eru kröfur á Íslendinga eða félög í þeirra eigu, segir skilanefndin við mbl.is.

Í áliti tveggja utanaðkomandi lögfræðinga segir að stjórn Nýja Kaupþings banka hafi ekki lagaheimildir til að rifta þeirri ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings, að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa. Þessar upplýsingar koma fram í yfirlýsingu frá Nýja Kaupþingi.

En hverju sem því líður, ætlar stjórn Nýja Kaupþings banka ekki að afskrifa lán til starfsmanna vegna hlutabréfakaupa á meðan kæra hluthafa vegna lánanna er til meðferðar hjá sérstökum saksóknara.

Lánin eru enn á bókum bankans og hafa ekki verið afskrifuð. Þetta kemur fram í sömu yfirlýsingu frá Nýja Kaupþingi.

Forsaga málsins er sú að stjórn gamla Kaupþings ákvað þann 25. september 2008 að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána til hlutabréfakaupa. Samtals náði þessi niðurfelling til persónulegra ábyrgða að upphæð tæpum 10,5 milljörðum króna.

Tæpur helmingur þeirrar niðurfellingar eða um 4,9 milljarðar króna var niðurfelling á persónulegum ábyrgðum sjö þáverandi æðstu stjórnenda bankans. Lánin nema í heild 47,3 milljörðum króna til 130 starfsmanna. Meirihluti lánanna var til einstaklinga en hluti þeirra var til eignarhaldsfélaga í eigu starfsmanna. Hluti lánanna var tryggður með persónulegum ábyrgðum, en stærstur hluti þeirra var eingöngu tryggður með veði í sjálfum hlutabréfunu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK