Hollendingar gátu ekki stöðvað Icesave

Hol­lenski seðlabank­inn (DNB) gat lítið sem ekk­ert beitt sér til að stöðva vöxt Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi þar sem eft­ir­lit með þeim og Lands­bank­an­um heyrði und­ir ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­litið (FME). Því voru það stjórn­end­ur Lands­bank­ans og FME sem báru ábyrgð á þró­un­inni. Þetta kem­ur fram í skýrslu óháðrar rann­sókn­ar­nefnd­ar um vöxt Ices­a­ve-reikn­ing­anna í Hollandi sem kynnt var neðri deild hol­lenska þings­ins í gær.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að DNB hafi ekki með nokkr­um hætti getað leyft sér að vara við stöðu Lands­bank­ans og Ices­a­ve-reikn­inga hans þar sem slíkt hefði bæði verið brot á lög­um og að öll­um lík­ind­um valdið áhlaupi á Lands­bank­ann hvar sem hann starfaði. Rann­sókn­in hef­ur staðið yfir frá því í haust og var gerð að beiðni hol­lenska fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Ices­a­ve-málið hef­ur vakið mikla at­hygli í Hollandi enda náði Lands­bank­inn að safna 114.136 slík­um reikn­ing­um í land­inu á þeim rúm­um fjór­um mánuðum sem þeir voru opn­ir þar. Þegar Lands­bank­inn fór í þrot í októ­ber námu inni­stæður á hol­lensku Ices­a­ve-reikn­ing­un­um sam­tals um 296 millj­örðum króna. 

Af­gang­ur­inn, um 86 millj­arðar króna, mun falla á hol­lenska trygg­inga­sjóðinn og þar með hol­lenska skatt­greiðend­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK