Hollendingar gátu ekki stöðvað Icesave

Hollenski seðlabankinn (DNB) gat lítið sem ekkert beitt sér til að stöðva vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi þar sem eftirlit með þeim og Landsbankanum heyrði undir íslenska Fjármálaeftirlitið (FME). Því voru það stjórnendur Landsbankans og FME sem báru ábyrgð á þróuninni. Þetta kemur fram í skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um vöxt Icesave-reikninganna í Hollandi sem kynnt var neðri deild hollenska þingsins í gær.

Í skýrslunni kemur fram að DNB hafi ekki með nokkrum hætti getað leyft sér að vara við stöðu Landsbankans og Icesave-reikninga hans þar sem slíkt hefði bæði verið brot á lögum og að öllum líkindum valdið áhlaupi á Landsbankann hvar sem hann starfaði. Rannsóknin hefur staðið yfir frá því í haust og var gerð að beiðni hollenska fjármálaráðuneytisins.

Icesave-málið hefur vakið mikla athygli í Hollandi enda náði Landsbankinn að safna 114.136 slíkum reikningum í landinu á þeim rúmum fjórum mánuðum sem þeir voru opnir þar. Þegar Landsbankinn fór í þrot í október námu innistæður á hollensku Icesave-reikningunum samtals um 296 milljörðum króna. 

Samkvæmt samkomulagi sem íslenska ríkið gerði við það hollenska fyrir skemmstu mun tryggingasjóður innstæðueigenda á Íslandi greiða 71 prósent af þeirri upphæð. Ef hann getur ekki greitt upphæðina mun íslenska ríkið greiða það sem upp á vantar.

Afgangurinn, um 86 milljarðar króna, mun falla á hollenska tryggingasjóðinn og þar með hollenska skattgreiðendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka