Sviptingar voru á hlutabréfamarkaði í kauphöllinni á Wall Street í kvöld eftir að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, boðaði umfangsmiklar breytingar á opinberu eftirlitskerfi með fjármálastofnunum landsins.
Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,08% og er 8497 stig en Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,66% og er 1808 stig. Gengi bréfa deCODE lækkaði um 7,6% og er 36 sent.