Virði eignasafna nýju bankanna er mjög á reiki

Þeim sem metið hafa virði eigna nýju bank­anna þriggja ber eng­an veg­inn sam­an hvert eig­in­legt virði þeirra sé. Það hef­ur valdið tog­streitu í viðræðum við er­lenda kröfu­hafa þeirra og orðið til þess að tíma­frest­ur til að ganga frá ráðstöf­un eigna og skulda gömlu bank­anna til þeirra nýju hef­ur enn á ný verið lengd­ur, nú til 17. júlí.

Árni Tóm­as­son, formaður skila­nefnd­ar Glitn­is, seg­ir að stefnt sé að því að bráðabirgðasam­komu­lag geti legið fyr­ir í mál­inu fyr­ir júnílok. „Við erum að reyna að finna leið sem lok­ar ekki öll­um glugg­um. Leið sem ger­ir ráð fyr­ir því að þeir geti átt ein­hverja leiðrétt­ing­ar­mögu­leika.“

Fengu ekki að sjá gögn

Áður höfðu Deloitte og Oli­ver Wym­an skilað mati sínu á eigna­safni bank­anna á verðbili, þ.e. með efri og neðri virðismörk­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins var út­koma mats a.m.k. Kaupþings og Íslands­banka ná­lægt neðri mörk­um Wym­ans-mats­ins. Auk þess lá fyr­ir bráðabirgðaefna­hags­reikn­ing­ur nýju bank­anna í nóv­em­ber síðastliðnum sem var allt öðru­vísi en niðurstaða of­an­greindra mata. Í hon­um var eign­arsafn bank­anna gróf­lega of­metið og síðan þá hafa marg­ar eign­ir verið flutt­ar yfir til þeirra gömlu vegna tapá­hættu sem fylg­ir þeim. Því er virði þeirra mjög á reiki.

Fyrstu form­legu samn­inga­fund­irn­ir á milli full­trúa rík­is­ins og skila­nefnd­anna og ráðgjafa þeirra fóru fram 2. júní síðastliðinn. Fyrst kynntu ríkið og nýju bank­arn­ir þrír sín­ar hug­mynd­ir um hvernig ætti að ganga frá upp­gjör­inu, en á síðustu dög­um hafa skila­nefnd­irn­ar, fyr­ir hönd er­lendu kröfu­haf­anna, verið að kynna sín­ar hug­mynd­ir í þeim efn­um.

Indriði H. Þor­láks­son, aðstoðarmaður fjár­málaráðherra, tek­ur und­ir að enn sé stefnt að því að viðræðunum geti lokið um kom­andi mánaðamót. Aðspurður hvort að rætt hafi verið um aðkomu er­lendu kröfu­haf­anna að eign­ar­haldi á ís­lensku bönk­un­um seg­ir hann allt opið í þeim efn­um. „Mér hef­ur hins veg­ar virst þetta frem­ur á hinn veg­inn. Það hef­ur ekki verið óskap­lega mik­ill áhugi hjá er­lendu kröfu­höf­un­um að taka yfir bank­ana.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK