Íhuga að minnka bankana

Seðlabankinn í Sviss íhugar nú að grípa til ráðstafana sem muni  þvinga stærstu bankana, einkum UBS og Credit Suisse, til að minnka umfang sitt. Þannig verði hægt að minnka hættuna sem stærð þeirra miðað við efnahag Sviss valdi þjóðinni.

„Það geta ekki lengur verið nein tabú í gildi þegar við veltum fyrir okkur reynslunni undanfarin tvö ár," sagði Philipp Hildebrand, varaformaður stjórnar seðlabankans. Hann sagði að mikil stærð gæti haft sína kosti en ljóst væri að stærstu alþjóðlegu bankarnir væru fyrir löngu komnir upp fyrir þau stærðarmörk  sem gerðu kostina mikilvægari en gallana.

 Samanlagt voru eignir UBS og Credit Suisse í fyrra um sexföld landsframleiðsla Svisslendinga. Þess má geta að þegar íslensku bankarnir þrír voru öflugastir voru þeir á við 11- falda landsframleiðslu Íslendinga. Talsmenn svissnesku bankanna sögðu í dag að ummæli Hildebrands væru aðeins innantómar hótanir, bankinn hefði engin völd til að setja bönkunum stærðarmörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK