Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur átt fund með erlendum aðilum sem vildu kaupa hluti í Icelandair Group. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. Haft er eftir Steingrími, að hann vilji ekki greina frá hvaða aðilar það væru en segi að ráðuneytið viti af áhuga fleiri aðila.
Segir Steingrímur, að þessir aðilar hafi fyrst og fremst áhuga á leiguflugsþætti félagsins.
„Það var greinilegt að þessir aðilar voru áhugasamir um Ísland og Icelandair en það er ekki á neinu öðru stigi í sjálfu sér,“ hefur Viðskiptablaðið eftir Steingrími.