Útlánsvextir Íbúðalánasjóðs lækka í dag um 0,1 prósentu í kjölfar útboðs íbúðabréfa á þriðjudag. Verða útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði 4,60% og 5,10% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Vextirnir lækkuðu í maí um 0,2 prósentur.
Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var á þriðjudag ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboðinu og uppgreiddra ÍLS-bréfa eru 4,14%. Vaxtaálag vegna rekstrar er 0,25%, vegna útlánaáhættu 0,20% og vegna uppgreiðsluáhættu 0,50%.