„Við létum þetta yfir okkur ganga“

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Eggert

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að þjóðfélagið hafi allt of oft sætt sig við að fyrirtæki hafi starfað á gráu svæði.

 „Líklega var það, sem helst fór úrskeiðis á undanförnum árum, að við sættum okkur alltof oft við það, að fyrirtæki væru á gráu svæði. Það var ekkert gert í því. Það var engin - kannski með örfáum undantekningum - sem stoppaði og sagði: „Þetta er óheilbrigt! Þarna er verið að fara mjög á svig við hinar og þessar reglur“,“ segir Gylfi á blaðamannafundi þegar ritið Stjórnarhættir fyrirtækja var kynnt í dag.

„Við létum þetta soldið yfir okkur ganga. Og með „við“ á ég við þjóðfélagið,“ bætir hann við.

Gylfa þykir mestu máli skipta að breyta þessu hugarfari og vill að aðhaldið komi frá viðskiptalífinu sjálfu. Slíkt aðhaldið felst meðal annars í því, að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem starfi á gráu svæði.

Hann telur að það sé skilvirkasta aðhaldið.

Gylfi segir að þessi hugarfarsbreyting hjá þjóðfélaginu taki tíma; nokkur ár.

„Þessar tillögur [sem birtust í ritinu Stjórnarhættir fyrirtækja] eru bara fyrsta skrefið í þessari löngu vegferð,“ segir hann og vonar að þjóðin sé að fara í téða vegferð.

Ritið Stjórnarhættir fyrirtækja leit dagsins ljós í dag. Viðskiptaráð Íslands, Samtök Atvinnulífsins og Kauphöllin gefa leiðbeiningarnar út. Ritið var fyrst gefið út 2004 og var endurskoðað ári síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK