„Viðamiklar breytingar“ á stjórnarháttum

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir stefnt sé að gera …
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir stefnt sé að gera formlega úttekt á eftirfylgni á tilmælunum, líklega fljótlega á næsta ári.

Nýjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja litu dagsins ljós í dag. Viðskiptaráð Íslands, Samtök Atvinnulífsins og Kauphöllin gefa leiðbeiningarnar út í riti sem einfaldlega heitir: Stjórnarhættir fyrirtækja. Ritið var fyrst gefið út 2004 og var endurskoðað ári síðar.

„Við segjum í raun og veru nýjar leiðbeiningar frekar en endurskoðaðar, því það eru gríðarlega viðamiklar breytingar sem gerðar hafa verið á  þessum leiðbeiningum,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar á blaðamannafundi, þegar ritið var kynnt í dag.

Meðal nýjunga í ritinu er víðtækara gildissvið, þeim er ekki einungis beint að skráðum félögum í Kauphöll heldur öllum félögum sem teljast tengd almannahagsmunum.

Einnig er reynt að bæta upplýsingagjöf til muna, bæði einstaklingsbundin og almenn, til hluthafa og annarra hagsmunaðila í ársreikningum og á vefsíðu. 

Aukin heldur er nýr kafli um siðareglur og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Þórður segir stefnt sé að gera formlega úttekt á eftirfylgni á tilmælunum í samstarfi við Rannsóknarsetur um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands, líklega fljótlega á næsta ári. Ekki hefur verið gegnið formlega frá þeim samningi.

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að það skipti gríðarlegu miklu máli að það verði markviss eftirfylgni, að litið sé eftir hvort farið er eftir tilmælunum.

Þórður segir að víða hafi verið leitað fanga við að setja saman leiðbeiningaritið. Sérstaklega var horft til leiðbeininga í Svíþjóð sem tóku gildi á miðju ári í fyrra.

Haraldur Ingi Birgisson, verkefnastjóri hjá Viðskiptaráði Íslands, benti á að einnig hafi mikið mark verið tekið á skýrslu frá Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) og nefndi Bretlands sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka