NTH á leiðinni í þrot

Heimildir Morgunblaðsins herma að líklega verði óskað eftir gjaldþrotaskiptum Northern Travel Holding (NTH) á næstu dögum, en NTH keypti meðal annars danska flugfélagið Sterling af FL Group á 20 milljarða króna í lok árs 2006.

Einu eignirnar sem eftir eru inni í NTH eru Sterling og annað danskt félag, Flyselskapet, sem bæði eru gjaldþrota. Allar aðrar eignir höfðu verið seldar til Fons, eignarhaldsfélags í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og því eru ekkert nema skuldir eftir í NTH.

Express fært á milli

Fons hefur þegar verið tekið til gjaldþrotaskipta. Áður en það gerðist voru breska flugfélagið Astraeus, sem leigir út flugvélar, og Iceland Express seld frá Fons til eignarhaldsfélagsins Fengs á lágmarksverði. Eigandi Fengs er Pálmi Haraldsson. Færslan á Iceland Express milli félaga er til skoðunar hjá skiptastjóra þrotabús Fons.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður óskað eftir því að sami skiptastjóri verði settur yfir NTH og sér um skiptingu á búi Fons. Þannig væri hægt að öðlast heildarsýn á þau félög sem heyra undir NTH líka.

Fons greiddi sér 4,4 milljarða króna í hagnað vegna árangurs á árinu 2007. Arðgreiðslunar fóru til félags í Lúxemborg í eigu Pálma og Jóhannesar. Rúmu ári síðar var Fons tekið til gjaldþrotaskipta. Helstu lánardrottnar Fons eru stóru íslensku bankarnir þrír.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka