Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Landsbankans, vill koma því á framfæri að mat bresku endurskoðunarsamtökin CIPRA, sem birtist í fréttabréfi þeirra í maí, um að eignir Landsbankans geti staðið undir allt að 95 prósent af andvirði Icesave innistæðutrygginganna sé ekki byggt á upplýsingum frá skilanefndinni.
Páll segir að í skýrslu CIPRA sé vitnað í almenn gögn sem skilanefndin birti í febrúar og sýndu um 89 prósent endurheimt upp í Icesave-kröfurnar. Páll segist ekki skilja hvernig þau gögn sýni síðan allt í einu fram á 95 prósent endurheimtarhlutfall.
„Við höfum ekki veitt CIPRA neinar upplýsingar né nein gögn. Þeir vísa hins vegar í almenn gögn, en við vörum að birta ný gögn í dag þar sem kemur fram að 83 prósent fáist upp í forgangskröfur miðað við stöðuna eins og hún var í lok apríl. Við þekkjum ekki til þess að þeir geti haft neinar ábyggilegar upplýsingar frá öðrum aðilum sem gera það að verkum að þeir geti dregið þær ályktanir sem settar eru fram í fréttabréfinu."