Risabónusar þökk sé kreppu

Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs.
Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs. Reuters

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs mun líklega greiða út svimhandi háar kaupaukagreiðslur til starfsmanna sinna eftir afar öflugan fyrsta ársfjórðung að því er fram kemur í breska dagblaðinu Guardian.

Niðurstöður fyrsta ársfjórðungs voru kynntar fyrir starfsfólk bankans í Lundúnum og var því tilkynnt að búast mætti við bónusum ef fram heldur sem horfir en fyrirtækið gæti skilað mesta hagnaði í sögunni. 

Góða afkomu bankans má rekja til skorts á samkeppni meðal fjárfestingarbanka og auknum tekjum af miðlun erlends gjaldeyris og skuldabréfa. Goldman Sachs er einn af fáum stórum fjárfestingarbönkum sem lifðu af efnahagshrunið í haust. Bankinn hefur verið stórtækur í miðlun á bandarískum ríkisskuldabréfum og enginn skortur er á þeim um þessar mundir.

Kaupaukar hafa verið þrætuepli ríkisstjórnar Baracks Obama og fyrirtækja á Wall Street en eftir fjármálakreppuna sem hófst við fall Lehman Brothers bankans um miðjan september þurfti bandaríska ríkið að leggja þarlendum fyrirtækjum lið með 700 milljarða dollara stuðningi til að reisa við fallna banka. Goldman Sachs fékk 10 milljarða dollara sem voru endurgreiddir í síðustu viku.

Í bréfi til þingmanna í síðustu viku sagði Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, að gengið yrði úr skugga um að kaupaukagreiðslurnar myndu endurspegla raunverulega frammistöðu fyrirtækisins. Og að greiðslurnar myndu hvetja til viðeigandi hegðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK