Húsleit hjá Hannesi lögleg

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í hádeginu í dag kröfu Hannesar Smárasonar, kaupsýslumanns, um að húsleit ríkislögreglustjóra og haldlagning gagna á heimili hans yrði dæmd ólögleg.

Þetta staðfesti saksóknarfulltrúi ríkislögreglustjóra í samtali við mbl.is.

Húsleit var gerð á heimilum Hannesar að Fjölnisvegi níu og ellefu síðastliðinn 3. júní.

Rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra beinist að hugsanlegum skattalagabrotum félaga tengdum Hannesi.

Hannes hefur þrjá daga til að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 

Arngrímur Ísberg héraðsdómari dæmdi í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK