Í sama flokki og Búlgaría, Króatía og Kasakstan

Lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins er svipuð og hjá Búlgaríu, Króatíu, Kasakstan og Ungverjalandi.  Einkunnir allra þessara ríkja eru með   neikvæðum horfum og bíða endurskoðunar.

Fjallað er um þetta í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka og segir þar að lánshæfiseinkunnir Íslands, sem um árabil voru fyrsta flokks, hafi nú aldrei verið lægri og eigi fátt sameiginlegt lengur með hefðbundnum  samanburðarþjóðum Íslands. Nú sé Ísland í sama flokki og nýmarkaðsríki Austur-Evrópu. 

Í Morgunkorni segir, að nokkur nýmarkaðsríki séu þegar fallinn niður fyrir mörk viðunandi áhættu og komin í flokk svokallaðra áhættubréfa eða ruslbréfa. Georgía, Moldóva, Svartfjallaland og Tyrkland séu í þessum hópi ásamt Serbíu, Lettlandi og Úkraínu, sem hafi líkt og Ísland þegið aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að komast upp úr kreppunni. 

Ekki séu þó öll nýmarkaðsríki Austur-Evrópu í vanda með lánshæfiseinkunnir sínar en Pólland sé enn í A flokki eins og Tékkland, og eru lánshæfiseinkunnir þeirra stöðugar. Þá sé Eistland enn í A flokki hjá öllum nema Fitch en einkunnir Eistlands séu hinsvegar á neikvæðum horfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK