Jobs aftur til vinnu

Steve Jobs, forstjóri Apple.
Steve Jobs, forstjóri Apple. Reuters

Steve Jobs, forstjóri Apple, er sagður hafa mætt til vinn í gær eftir hálfs árs veikindaleyfi. Jobs, sem er 54 ára, mun hafa gengist undir lifrarígræðslu fyrir tveimur mánuðum.

Apple hefur neitað að tjá sig um málið en í tilkynningu, þar sem birtar voru sölutölur um nýja kynslóð iPhone, var vitnað til ummæla Jobs um þær.

Í bloggheimum er hins vegar að finna frásagnir um að sést hafi til Jobs á skrifstofum Apple.  „Jobs er í byggingunni," segir m.a. á bloggsíðu Jim Goldman, fréttamanns CNBC, sem er vinur forstjórans.

„Staðfest! Steve Jobs kom til vinnu í dag, að sögn starfsmanna sem sáu hann," skrifar Goldman.  

Reutersfréttastofan hafði eftir heimildarmönnum, að Jobs hefði sést fara út úr aðalskrifstofum Apple í Cupertino og stíga inn í svartan bíl. Í bílnum voru svartklæddir menn með heyrnartól. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka