Langflug tekið til gjaldþrotaskipta

Finnur Ingólfsson.
Finnur Ingólfsson. mbl.is/ Golli

Með úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem kveðinn var upp 4. júní síðastliðinn var Lang­flug ehf. tekið til gjaldþrota­skipta. Lang­flug er í 2/​3 hluta í eigu FS7, fé­lags Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi ráðherra og seðlabanka­stjóra, og 1/​3 hluta í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Gift­ar.

Skipaður hef­ur verið skipta­stjóri yfir þrota­bú­inu og er það Bene­dikt Ólafs­son hæsta­rétt­ar­lögmaður.

Lang­flug var stofnað haustið 2006 um eign­ar­hlut sem Eign­ar­halds­fé­lag Sam­vinnu­trygg­inga keypti í Icelanda­ir Group. Í júní 2007 var Eign­ar­halds­fé­lagi Sam­vinnu­trygg­inga slitið og eign­ir fé­lags­ins voru færðar í nýtt hluta­fé­lag, Gift hf.

Skila­nefnd Lands­bank­ans leysti til sín 23,84% hlut Lang­flugs í Icelanda­ir Group í maí síðastliðnum en bank­inn hafði fjár­magnað kaup Lang­flugs á sín­um tíma og voru hluta­bréf­in til trygg­ing­ar fyr­ir lán­un­um.

Sjá frétt mbl.is um hvernig FS7 eignaðist hlut í Icelanda­ir:
Um­deild­ur kauprétt­ar­samn­ing­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK