Lofuðu aldrei Icesave-ábyrgð

Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans, vísuðu …
Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans, vísuðu til stuðnings íslenskra stjórnvalda í bréfi sínu. mbl.is

Bankastjórar Landsbankans lofuðu ekki hollenska seðlabankanum (DNB) ríkisábyrgð en áréttuðu að íslensk stjórnvöld myndu standa á bak við Tryggingarsjóð innstæðueigenda við eðlilegar aðstæður, ekki við kerfishrun.  

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag sendu þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjórar Landsbankans, bréf til hollenska seðlabankans (DNB) og Fjármálaeftirlitsins á Íslandi, hinn 23. september á síðasta ári, til að bregðast við kröfum DNB um að stöðva innlánasöfnun Landsbankans í gegnum Icesave-reikningana í Hollandi. Þarlend stjórnvöld höfðu af því áhyggjur að Tryggingarsjóður innstæðueigenda hefði ekki bolmagn til að standa við lágmarksinnstæðutryggingar og höfðu jafnframt áhyggjur af stöðu íslensks efnahagslífs.

DNB sér um fjármálaeftirlit í Hollandi. DNB hafði frá því snemma í ágúst á síðasta ári reynt að fá Landsbankann til að hætta töku innlána gegnum Icesave-reikningana, en þeir höfðu vaxið mun hraðar en reiknað hafði verið með.

Bankastjórar Landsbankans sögðust í bréfi til DNB og FME hafa vitneskju um að íslensk stjórnvöld myndu styðja við Tryggingarsjóð innstæðueigenda vegna Icesave reikninganna.

„Við höfum vitneskju um viðbrögð við kröfu um útskýringar [um stöðu innstæðutrygginganna] frá breska fjármálaráðuneytinu um stuðning stjórnvalda við íslenska innstæðutryggingakerfið, íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér bréf þar sem hlutverk þeirra í fjármögnun íslenska kerfisins er útskýrt og skuldbindingar þeirra í samræmi við ESB-tilskipunina ítrekaðar. Að okkar mati er þetta mikið framfaraspor og ætti að fara langleiðina með að létta á áhyggjum varðandi innstæðutryggingakerfið.“

Þau viðbrögð sem þarna er vísað er til er bréf sem íslensk stjórnvöld sendu breska fjármálaráðuneytinu þar sem stuðningur þeirra við Tryggingarsjóð innstæðueigenda er áréttaður. Breska fjármálaráðuneytinu var gerð grein fyrir því hvernig íslensk stjórnvöld myndu standa á bak við Tryggingarsjóð innstæðueigenda við eðlilegar aðstæður, en ekki við kerfishrun, samkvæmt upplýsingum mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK