Fyrirtækin Shun Tak Holding Limited og Hong Kong Land tilkynntu í Hong Kong í gær að íslenska tryggingafyrirtækið Sjóvá Almennar hafi samið um að bakka út úr kaupsamningi á Turni IV sem er hluti af lúxusbyggingarsamstæðunni One Central Residences í Macau, í grennd við Hong Kong og Shun Tak er nú að byggja.
Verktakarnir hafa fengið greiddar miskabætur frá Sjóvá fyrir að samþykkja samningsslitin. Heildarsamningurinn var upp á um 100 milljónir bandaríkjadala eða um 13 milljarða króna á núvirði.
Blaðið South China Morning Post, virtasta dagblað í Hong Kong, greinir frá þessu í viðskiptahluta blaðsins. Macau er sjálfstjórnarsvæði líkt og Hong Kong.